Hlýjar kveðjur frá Bessastöðum

Hlýjar kveðjur frá forsetasetrinu á Bessastöðum bárust á dögunum til Vinnslustöðvarinnar og áhafnar Breka VE sérstaklega. Tilefnið er opinber heimsókn íslensku og þýsku forsetahjónanna til Vestmannaeyja í júnímánuði síðastliðnum. Þá fóru gestirnir meðal annars um borð í Breka, dvöldu drjúga stund í brúnni, kynntu sér skipið, hönnun þess og búnað. Fóru margs vísari frá borði. Forseti […]

Áform um að styrkja stoðir Eyjasýnar 

Stjórn Eyjasýnar ehf., útgáfufélags prentmiðilsins Eyjafrétta og vefmiðilsins eyjafrettir.is, boðar til hluthafafundar þriðjudaginn 20. ágúst nk. til að ræða stöðuna og mögulegar breytingar á starfseminni í ljósi óviðunandi rekstrarafkomu og tilheyrandi óvissu. Ljóst er að sú breyting að fækka útgáfudögum Eyjafrétta fyrir réttu ári úr vikublaði í mánaðarrit, ásamt því að halda úti öflugum vefmiðli, eyjafrettir.is, hefur ekki skilað því sem vænst var. […]

Rökkvi fann kannabisefni við leit á flugvellinum

Helstu verkefni í síðustu viku hjá lögreglu voru þannig að eitt fíkniefnamál kom upp við hefðbundna leit á flugvellinum í Vestmannaeyjum merkti fíkniefnaleitarhundurinn Rökkvi á pakka sem við nánari skoðun innihélt kannabisefni. Sá sem átti von á pakkanum viðurkenndi að eiga efnið og telst málið því að mestu upplýst. Í liðinni viku var lögreglu tilkynnt […]

Auka ferðir með gamla Herjólfi yfir helgina

Ákveðið hefur verið að setja eldri Herjólf í rekstur yfir Þjóðhátíðina. Ferjan mun sigla samhliða nýju ferjunni á föstudaginn og mánudaginn. Farin verður ein ferð hvorn dag. ÍBV mun annast sölu í ferjuna á vefsvæðinu dalurinn.is. – Miðar fyrir faratæki verða seldir á herjolfur.is og í síma 4812800. Salan á miðunum hófst núna í morgun. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.