Flug­ferðir til Vest­manna­eyja verða tíðari og sæta­fjöldi meiri yfir versl­un­ar­manna­helg­ina. Þetta seg­ir Ásgeir Örn Þor­steins­son, sölu- og markaðsstjóri flug­fé­lags­ins Ern­is.
„Þetta verður svipað og und­an­far­in ár. Við verðum með fjölda ferða alla helg­ina. Stærsti dag­ur­inn er á mánu­dag­inn þegar við fljúg­um al­veg frá klukk­an sjö um morg­un­inn og fram á kvöld,“ seg­ir Ásgeir.

„Það eru tíðari ferðir á mánu­deg­in­um og svo stærri vél­ar. Það verður svipaður ferðafjöldi föstu­dag, laug­ar­dag og sunnu­dag en meiri sæta­fjöldi.“
Ásgeir seg­ir sölu flug­ferða ganga vel.
„Það fór hægt af stað en er að tikka mjög mikið upp þannig að við sjá­um fram á mjög flotta flutn­inga þessa helg­ina.
„Við erum enn þá að bæta við ferðum og kom­um til með að bæta við enn fleiri ferðum, sér­stak­lega föstu­dag, laug­ar­dag og sunnu­dag. Við náum ekki fleiri ferðum á mánu­deg­in­um en það er enn þá tölu­vert af sæt­um laus, en þau fara hratt.“

Flug­fé­lagið Ern­ir er eina flug­fé­lagið með áætl­un­ar­flug til Vest­manna­eyja yfir versl­un­ar­manna­helg­ina, en svo virðist sem fé­lagið nái vel að svara spurn eft­ir flug­ferðum.
Þá munu bæði nýi og gamli Herjólf­ur sigla frá Land­eyja­höfn, en eldri Herjólf­ur mun sigla auka­ferð klukk­an 13 á föstu­dag til Vest­manna­eyja og aðra ferð klukk­an 11:30 á mánu­dag frá Vest­manna­eyj­um.

Mbl.is greindi frá.