Miðasala á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur gengið vel síðustu daga, þetta sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV í samtali við Eyjafréttir. „Miðasala hefur gengið vel síðustu daga og er veðurspáin góð. Það hafa verið góð viðbrögð við auknu framboði ferða milli lands og Eyja með Boat tours og gamla Herjólfi og finnum við fyrir mikilli eftirspurn eftir miðum til Eyja,“ sagði Hörður Orri.