Húkkaraballið í kvöld á bakvið Hvíta húsið

Húkkaraballið fer hefðinni samkvæmt fram í kvöld. Þar er séns fyrir einhleypa að húkka sér förunaut til að njóta Þjóðhátíðar með. Líkt og undanfarin ár fer ballið fram í portinu á bakvið Strandveg 50. Að þessu sinni eru það Daystar, Yung Nigo, 24/7, Ízleifur, GDRN, Huginn, Hr. Hnetusmjör, ClubDub og DJ Egill Spegill sem skemmta. Aðgangseyrir […]
Kvennalið ÍBV semur við pólska skyttu og markmann

ÍBV hefur gengið frá samningi við tvo nýja leikmenn fyrir kvennaliðið ÍBV í Handbolta en það eru Marta Wawrzynkowska og Karolina Olszowa en báðar koma þær frá Póllandi. Marta er 27 ára gamall markvörður sem var síðast á mála hjá SPR Pogon Szcecin en hún gerir samning við ÍBV til eins árs. Karolina er 26 […]
Arnar tekur við landsliðinu

Arnar Pétursson fyrrverandi þjálfari meistaraflokks karla ÍBV í handbolta þarf vart að kynna fyrir Eyjamönnum. En hann gerði ÍBV að þreföldum meisturum á loka tímabili sínu með liðið. Arnar snýr nú aftur til þjálfunar en hann tekur nú við þjálfun Kvennalandsliðs Íslands í handbolta. Þetta kom fram á fréttamannafundi HSÍ nú í hádeginu. Framundan er […]
Þjóðhátíðararmbönd afhent á Básaskersbryggju í dag

Í dag fimmtudaginn 1. ágúst kl. 12.00 hefst afhending Þjóðhátíðararmbanda í húsakynnum Vestmannaeyjahafnar við Básaskersbryggju. En eingöngu verður hægt að nálgast armbönd þar í dag, ekki í Herjólfsdal eins og undanfarin ár. Þau fermingarbörn sem fengu aðgangsmiða að gjöf frá ÍBV þurfa að sækja armband milli kl. 12 og 16 í dag. Þurfa þau að […]
Búslóðaflutningar leyfðir í Herjólfsdal í dag

Ég dag, fimmtudag heldur áfram tjöldunarferli hvítu tjaldanna í Herjólfsdal. Þeir sem hafa tryggt sér tjaldstæði ættu að hafa komið súlunum upp í gær. Í dag er svo komið að innanstokksmunum og dúknum. Búslóðaflutningar inn á hátíðarsvæðið í Herjólfsdal verða leyfðir í dag milli kl. 11.30 og 15 og svo aftur milli kl. 17.30 og […]