Í dag fimmtudaginn 1. ágúst kl. 12.00 hefst afhending Þjóðhátíðararmbanda í húsakynnum Vestmannaeyjahafnar við Básaskersbryggju. En eingöngu verður hægt að nálgast armbönd þar í dag, ekki í Herjólfsdal eins og undanfarin ár.

Þau fermingarbörn sem fengu aðgangsmiða að gjöf frá ÍBV þurfa að sækja armband milli kl. 12 og 16 í dag. Þurfa þau að hafa meðferðis gjafabréfið sem og skilríki. Eingöngu fermingarbarnið sem gjafabréfið er stílað á getur nýtt það.

Aðrir Þjóðhátíðargestir sem keyptu sér aðgangsmiða í forssölu er einnig bent á að sækja armbönd sín í dag á bryggjunni en armböndin eru sett á á staðnum. Opið verður í dag frá kl. 12.00 til 22.00 og er um að gera að nýta þann tíma til að forðast biðröð í Herjólfsdal á morgun en þar hefst innrukkun kl. 10.00 á morgun föstudag.