Sex þjóðhátíðargest­ir munu vakna í fanga­klefa í Vest­manna­eyj­um í dag, en þeir voru færðir þangað ým­ist vegna lík­ams­árása, fíkni­efna­mála eða ölv­un­ar.

Alls hafa 12 fíkni­efna­mál komið upp í Heima­ey frá því að fólk af fasta land­inu tók að flykkj­ast þangað á fimmtu­dag, þar af eitt mál þar sem talið er að efni hafi verið ætluð til sölu.

„Miðað við fjölda þá held ég að þetta sé nú ekk­ert stóral­var­legt,“ sag­ði Tryggvi Kr. Ólafs­son lög­reglu­full­trúi í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir að þær lík­ams­árás­ir sem til­kynnt­ar voru í nótt hafi ekki verið stóral­var­leg­ar, hann hafði hið minnsta ekki heyrt af nein­um bein­brot­um.

„Það var logn í daln­um og þoka reynd­ar yfir öllu. Tölu­verður fjöldi í brekk­unni,“ sagði Tryggvi, sem sagði eril hafa verið hjá lög­reglu á þessu fyrsta kvöldi Þjóðhátíðar í Herjólfs­dal.

Mbl.is greindi frá.