Eins og undanfarin 100 ár eða svo hefst dagskrá nýs dags Þjóðhátíðar á léttum lögum í Dalnum.

Barnadagskráin hefst kl. 14.30 á Tjarnarsviði. Að þessu sinni eru það Ronja Ræningjadóttir og Páll Óskar sem mæta á svæðið. Að því loknu heldur svo Söngvakeppni barna áfram á Brekkusviði þar sem frá var horfið í gær.

Kl. 19.00 mætir Eyjapeyinn Leó Snær með gítarinn í Ölgarðinn og leikur þar og syngur til kl. 21.00 eða þar til kvöldvaka hefst á Brekkusviði.

Sigurvegar söngvakeppni barna hefur svo kvöldvökuna. Áður en Halldór Gunnar og félagar í Albatross taka völdin. Þeir fá til sín góða gesti. Sverrir Bergmann verður að sjálfsögðu á staðnum en þar að auki mætir Egill Ólafsson, stuðmaður með meiru. Svala Björgvins, Elísabet Ormslev, Salka Sól og Stefanía Svavars.

kl. 23.00 tekur svo Veðurguðinn Ingó við og stýrir brekkusöng þar til kveikt verður á blysunum sem eru 145 talsins að þessu sinni.

Hinir alræmdu Aldamótatónleikar með þeim taka svo við Brekkusviðinu þegar slökknað hefur í blysunum. Þar kemur landslið sveitaballsins fram. Magni, Hreimur, Gunni Óla og Einar Ágúst, Beggi í Sóldögg og Valur í Buttercup, hljómsveitinni stjórnar  Vignir Snær úr Írafári.

Um svipað leiti hefja Bandmenn að leika fyrir dansi á Tjarnarsvið en þeir ásamt Eyjapeyjunum í Brimnes skipta með sé nóttinni.

Um kl. 2 taka svo stelpurnar í GRL PWR öll völd á Brekkusviði. Eyjasveitin Foreign Monkeys tekur svo við af þeim þar til Páll Óskar mætir lokar Þjóðhátíðinni þegar langt er liðið á mánudagsmorgun.

DAGSKRÁ


10:30 LÉTT LÖG Í DALNUM


16:00 BARNADAGSKRÁ

  • Ronja Ræningjadóttir
  • Páll Óskar
  • Söngvakeppni Barna

19:00 – 21:00 ØLGARÐURINN – HAPPY HOUR

  • Leó Snær

21:00 KVÖLDVAKA

  • Sigurvegari Söngvakeppni
  • Halldór Gunnar og Albatross ásamt: Egill Ólafs / Svala Björgvins /Sverrir Bergmann / Elísabet Ormslev / Salka Sól / Stefanía Svavars

23:00 BREKKUSÖNGUR

  • Ingó Veðurguð

00:00 BLYS


00:10 ALDAMÓTATÓNLEIKAR


00:30 DANSLEIKUR TJARNARSVIÐI

  • Bandmenn
  • Brimnes

02:00 DANSLEIKUR BREKKUSVIÐI

  • GRL PWR
  • Foreign Monkeys
  • Páll Óskar