Sól og söngur á Sunnudegi Þjóðhátíðar – myndir

Sólin brosti við Þjóðhátíðargestum í gær á lokadegi Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Miðbærinn fylltist af fólki sem naut veðurblíðurnar og seðjaði þorsta og hungur.

Barnadagskrá dagsins í Herjólfsdal samanstóð af Ronju Ræningjadóttur og Páli Óskari sem og síðari hluta söngvakeppni barna.
Í Ölgarðinum lék Eyjapeyinn Leó Snær og söng fyrir bjórþyrsta þar til kvöldvaka hófst á Brekkusviði.
Hún hófst á því að sigurvegarar Söngvakeppni barna hófu upp raust sína. Að því loknu tóku Halldór Gunnar og félagar í Albatross við og fengu til sín ýmsa gesti.
Klukkan 23 hóf Ingó Veðurguð svo brekkusöng við góðar undirtektir en vel á annantug þúsund manns sátu í brekkunni þetta lokakvöld. Árni Jonsen lokaði svo dagskránni og fór fyrir Lofsöngnum.

Dansað var fram á morgun á báðum pöllum og söngvar ómuðu úr hverju tjaldi. Er óhætt að segja að gestir þjóðhátíðar hafi verið til algerar fyrirmyndar.

Óskar Pétur þræddi bæinn og Dalinn og myndaði í bak og fyrir.

Mest lesið