Eyjabakarí flytur framleiðsluna og stækkar verslunina

Eyjabakarí flytur framleiðslu sína á nýjan stað við Hólagötu þar sem Arnór bakari var áður til húsa með sinn bakstur. Þetta kemur fram í tilkynningu Eyjabakarís á Facebook síðu þeirra. „Um leið og við þökkum ykkur fyrir frábæra Þjóðhátíð langar okkur að segja ykkur frá þeim breytingum sem eru í vændum hjá okkur.
Á næstu vikum mun öll framleiðsla og bakstur færast af Faxastígnum og upp á Hólagötu þar sem við höfum verið að vinna við að koma okkur fyrir.
Öll afkastageta og vinnsluhraði mun stóraukast þar sem fjárfest hefur verið í nýjum tækjabúnað.
Samhliða því mun búðin hjá okkur á Faxastígnum stækka allverulega og taka á sig nýja og breytta mynd með mörgum nýjungum.
Við ætlum einnig að kynna nýjan liðsmann Eyjabakarís hann Philipp Höckendorff bakara sem kom í morgun frá Þýskalandi og okkur hlakkar mikið til að bjóða ykkur upp á fullt af nýjungum á næstunni. Við tökum hress á móti ykkur eldsnemma í fyrramálið.“

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið