Sáu meiri mak­ríl sunn­an við landið nú en í fyrra

Árni Friðriksson Ljósmynd: Vigfús Markússon

„Sunn­an við landið fékkst þó nokkuð mikið meiri mak­ríll en í fyrra. Hann var al­mennt stór og vel hald­inn. Íslands­meg­in við miðlín­una fyr­ir vest­an feng­um við lítið eitt minna af mak­ríl en í fyrra, miðað við hrá­ar afla­töl­ur. Fyr­ir norðan var eng­inn mak­ríll eins og í fyrra og raun­ar oft áður.“

Þetta seg­ir Anna Heiða Ólafs­dótt­ir, fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, í Morg­un­blaðinu í dag. Hún var leiðang­urs­stjóri á haf­rann­sókna­skip­inu Árna Friðriks­syni í 27 daga sum­ar­upp­sjáv­ar­leiðangri 2019. Sex skip frá Íslandi, Fær­eyj­um, Græn­landi og Nor­egi tóku þátt í leiðangr­in­um sem lauk rétt fyr­ir versl­un­ar­manna­helgi. Tek­in voru stutt stöðluð tog í yf­ir­borðinu og afl­inn veg­inn og mæld­ur.

Al­mennt sást frem­ur mikið af síld þar sem bú­ist var við henni. Á grunn­un­um fyr­ir sunn­an og vest­an land var ís­lands­s­íld. Norsk-ís­lensk síld fannst fyr­ir norðan landið og áfram aust­ur og suður um. Íslands­s­íld­in, sem gýt­ur að sumri, var mikið til ný­bú­in að hrygna og var frem­ur slöpp en norsk-ís­lenska síld­in, sem gýt­ur að vori, var búin að jafna sig eft­ir hrygn­ing­una og var aft­ur orðin feit. Síld­in er dreifð frá yf­ir­borði og niður á um 200 metra dýpi. Tog sem tek­in eru við yf­ir­borðið ná því ekki nema hluta af síld­inni á svæðinu.

Jólafylkir 2019

Mest lesið