Fiskistofa hefur gefið út endanlega aflahlutdeild í makríl, eftir að hafa tekið tillit til athugasemda sem bárust við bráðabirgðaúthlutun í lok júní.

Samkvæmt reglugerð um veiðar á makríl er 127.307 tonnum af makríl úthlutað til skipa með hlutdeildir þetta árið. Þar af er 124.450 tonnum úthlutað til skipa í A-flokki, sem eru skip með veiðireynslu í öðrum veiðarfærum en línu og handfærum. Til skipa í B-flokki, sem eru með veiðireynslu í línu og handfærum, fara 2.857 tonn.

Í A-flokknum eru 119 skip sem fá samtals úthlutað 97,76 prósentum heildarúthlutunarinnar, en í B-flokknum eru 480 bátar með samtals 2,24 prósent hlutdeild. Viðbótarpottur upp á 4.000 tonn er síðan eyrnamerktur smábátum.

Hlutur útgerðana í Vestmannaeyjum er um 28,1% eða tæp 36 þúsund tonn.
Af þeim er Ísfélagið með mesta aflahlutdeild 12,3% kvótans eða 15.684 tonn og er félagið með næst hæsta hlutdeild á landsvísu á eftir HB Granda sem fær 14%.
Næstir í Eyjum kemur Vinnslustöðin með 9,4% (11.989 tonn) og Huginn ehf. með 6,1% (15.684 tonn). Aðrir eru minni í sniðum t.a.m. Bergur-Huginn 116 tonn, Búhamar ehf með 94 tonn, Ós ehf. með 84 tonn, Bylgja VE 75 ehf 61 tonn, Bergur ehf 38 tonn og GELP ehf 0,61 tonn