Aragrúi óskilamuna hjá Lögreglunni

Það er í nógu að snúast hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum þessa dagana. Í þetta skiptið er það svo sem ekki slæmar fréttir því verkefnið er ekki endilega hefðbundið.
Þannig er mál með vexti að geymslur lögreglustöðvarinnar eru fullar af óskilamunum úr Herjólfsdal. En svo virðist sem margur hver hafi farið léttari heim en í Dalinn.
Lögreglan hefur undanfarna daga póstað myndum af mununum á Facebook síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar kennir ýmissa grasa og má þar t.a.m. finna aragrúa af töskum og bakpokum, lyklum, símum, húfum og ýmiskonar yfirhöfnum. Það er því um að gera fyrir Þjóðhátíðargesti að renna yfir myndirnar, hvort þeir kannist við einhvern þessara muna.

Mest lesið