Leng­ur í sótt­kvínni en áætlað var

Ljós­mynd​/ SeaLifeTrust-Beluga Whale Sanctu­ary.

Mjaldr­arn­ir Litla-Hvít og Litla-Grá eru ekki enn fylli­lega til­bún­ir að hefja nýtt líf í sjókvínni í Kletts­vík, en áfram búa þeir sig und­ir dvöl­ina þar.

Þeir hafa nú dvalið í umönn­un­ar­laug­inni í Þekk­ing­ar­setri Vest­manna­eyja í 50 daga en upp­haf­lega var talið að þeir myndu hljóta þar þjálf­un fyr­ir sjókvína í 45 daga.

„Þegar umönn­un­art­eymið tel­ur mjaldr­ana til­búna fyr­ir dvöl­ina verður til­kynnt hvenær Litlu-Hvít og Litlu-Grá verður sleppt í Kletts­vík,“ sagði James Burleigh, markaðsstjóri Sea Life Trust.

VEY- Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Umönn­un­art­eymi mjaldr­anna ann­ast þá enn reglu­lega og það held­ur áfram að venja þá breytt­um aðstæðum. Burleigh sagði að mjaldr­arn­ir hafi komið sér vel fyr­ir í laug­inni og að vel­ferð þeirra sé enn í al­gjör­um for­gangi í ferl­inu.

mbl.is greindi frá

Mest lesið