Fáir virðast ætla að nýta sér heim­ild til lunda­veiða í Vest­manna­eyj­um í ár en heim­ilt er að veiða lunda frá 8. til 15. ág­úst.

Þetta seg­ir Georg Eiður Arn­ar­son, einn reynd­asti lunda­veiðimaður Vest­manna­eyja. Hann seg­ir að þó að ábúð lunda hafi verið góð síðustu fjög­ur ár sjái hann hana ekki skila sér í fugli. Hann hvet­ur lunda­veiðimenn til að sleppa því að nýta heim­ild­ina en sjálf­ur fór hann með nokkr­um fé­lags­mönn­um á veiðar í Gríms­ey á Norður­landi í ár.

Har­ald­ur Geir Hlöðvers­son, einn fé­lags­manna í Bjarg­veiðimanna­fé­lagi Vest­manna­eyja, tek­ur und­ir með Georg en hann seg­ir þegj­andi sam­komu­lag ríkja meðal fé­lags­manna um að nýta ekki heim­ild­ina. Seg­ir hann lík­legt að ein­hverj­ir fari með börn sín út í Eyj­ar til að halda í hefðina en tel­ur ólík­legt að þar verði mikið veitt.

Sjálf­ur ætl­ar Har­ald­ur ekki á lunda­veiðar í ár en hann seg­ist hafa veitt nóg af lunda yfir æv­ina. „Þó að mér þyki lundi góður hef ég leyft hon­um að njóta vaf­ans hvað þetta varðar,“ seg­ir hann í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is greindi frá