Eld­ur kviknaði í húsi í Vest­manna­eyj­um í nótt. Fjöl­skylda sem býr í hús­inu var í fasta­svefni er eld­ur­inn kom upp. Að sögn lög­regl­unn­ar í Vest­manna­eyj­um vaknaði faðir­inn við eld­inn og kom fjöl­skyld­unni út.

Til­kynnt var um eld­inn um fjög­ur­leytið í nótt og var fjöl­skyld­an öll kom­in út þegar slökkvilið og lög­regla komu á staðinn. Var maður­inn flutt­ur á sjúkra­hús til skoðunar, en aðrir í fjöl­skyld­unni virðast hafa sloppið ómeidd­ir.

Að sögn lög­reglu logaði eld­ur­inn í einu her­bergi í hús­inu og gekk vel að ráða niður­lög­um hans. Tvær íbúðir eru í hús­inu.

Nokkr­ar skemmd­ir urðu á hús­inu af völd­um sóts og reyks, en elds­upp­tök liggja ekki fyr­ir og er rann­sókn máls­ins á frum­stigi.

Mbl.is greindi frá