Handboltinn að fara af stað

Meistaraflokkur karla ÍBV í handbolta hefur handboltavertíðina í dag er þeir taka þátt í Ragnarsmótinu, en það er haldið í Hleðsluhöllinni á Selfossi.

Ásamt ÍBV taka þátt í mótinu Fram, Haukar, ÍR, Selfoss og Valur og munu þeir spila 3 leiki á næstu dögum.

Fyrsti leikurinn er gegn Fram í dag, miðvikudag klukkan 17:45.

Annar leikurinn er gegn Haukum á föstudaginn klukkan 20:15.

Að lokum verður spilað um sæti á laugardag og kemur það í ljós eftir leiki föstudagsins hvenær og gegn hverjum sá leikur verður.

Það er því um að gera að kíkja á Selfoss og styðja strákana okkar í undirbúningi fyrir veturinn!

Þeir sem ekki eiga heimagengt geta fylgst með leikjum mótsins á Selfoss TV.

í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út þann 28. ágúst næstkomandi munum við svo kynna okkur liðið betur

Jólafylkir 2019

Mest lesið