Árshátíð Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja verður haldin í Höllinni, laugardaginn 28. september n.k. Í ár eru það Bjarnareyingar sem halda utan um dagskránna.
Ballið er öllum opið og því er tilvalið fyrir vinahópa, vinnustaði o.fl. að skella sér á ball ársins í Eyjum með lundakörlunum.

Hljómsveitin Brimnes heldur uppi eyjastemmningu.

Glæsilegt villibráðahlaðborð að hætti EInsa kalda og hans fólks. Frábær skemmtiatriði. Rífandi úteyjastemmning. Allir velkomnir.

Matur, skemmtun og ball kr.8000,- / ball kr.3000,-
Nánar auglýst síðar.
LJÚFT VIÐ LIFUM.