Stelpurnar sækja heim Stjörnuna í dag

Stelpurnar í ÍBV sækja heim Stjörnuna í Garðabæinn í dag kl. 18.00 í leik í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu.

Mikið er undir hjá báðum liðum sem sitja við botn deildarinnar í harðri fallbaráttu. Fari svo að Keflavík vinni Þór/KA fyrir norðan, en sá leikur fer fram á sama tíma, fellur taplið viðureignar Stjörnunnar og ÍBV niður í fallsæti.

Mest lesið