Fyrsta lundapysjan kom í pysjueftirlitið í gær. Það voru þær Tinna og Salka Hjálmarsdætur sem fundu hana. „Það voru þær Tinna og Salka Hjálmarsdætur sem fundu hana einmitt hér fyrir utan gestastofu mjaldranna. Eftir vigtun og mælingu var henni sleppt, enda alveg tilbúin til að halda á haf út.
Við biðjum ykkur endilega að koma með pysjurnar sem þið finnið í pysjueftirlitið hjá Sea Life Trust, þannig að við getum fengið sem bestar upplýsingar um fjölda og ástand þeirra. Fyrst í stað verður tekið á móti þeim í afgreiðslunni en þegar þeim fjölgar flytjum við eftirlitið í austurhluta hússins,” segir Fésbókarfærslu Sea Life Trust.

Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands sagðist í samtali við Eyjafréttir pysjurnar komnar töluvert fram úr eðlilegum vaxtatíma og vonaði að þær færu að láta sjá sig. „Pysjurnar eru komnar ca 18 daga framúr eðlilegum vaxtartima sem er 42 dagar. Það eru 15 dagar þar til að þær nái hámarks vaxtartíma sem við þekkjum eða 75 daga. Það er nálægt mörkum hungurdauða og vonandi að þær komi fyrr. Lundinn er ekki að bera orkuríka fæðu þessa lokametra mest ljósátu en dálítið af Sæveslu,” sagði Erpur.