Ný stjórn og ritstjóri, nýtt hlutafé og ný framtíð

Í gær var haldinn hluthafafundur í Eyjasýn ehf. sem á og rekur Eyjafréttir og Eyjafrettir.is. Á fundinum var samþykkt tillaga um að auka hlutafé í félaginu til að skapa svigrúm til að styrkja stoðir rekstursins.

Á fundinum var samþykkt ný stjórn en formaður stjórnar er Margrét Rós Ingólfsdóttir félagsfræðingur. Aðrir í stjórn eru Atli Rúnar Halldórsson blaðamaður og Hjalti Enok Pálsson tómstunda –og félagsmálafræðingur og kennari. Þá liggur ljóst fyrir Egill Arnar Arngrímsson hefur verið ráðinn ritstjóri.

Stjórnin og ritstjóri fjalla nú um komandi tíma og framtíðarfyrirkomulag útgáfunnar, en það fyrirkomulag verður kynnt þegar það liggur fyrir.

Kórona

Það er von stjórnar að komandi tímar muni leiða til þess að Eyjafréttir muni ná flugi á nýjan leik og verða þannig áfram mikilvægur hlekkur í lífi Eyjamanna.

Stjórn Eyjasýnar ehf.

04 – uppbyggingasjóður

Mest lesið