Í vetur ætla Eyjafréttir að fylgjast aðeins með enska boltanum enda áhugi Eyjamanna mikill fyrir leikjum liða í Englandi.  Tvær umferðir eru nú búnar í efstu deildinni og lýtur út fyrir spennandi vetur.  Flestir telja að baráttan um titilinn verði fyrst og fremst hjá þeim liðum sem skipuðu efstu tvö sætin í vor, þ.e.a.s. englandsmeistara Man City og evrópumeistara Liverpool.  Baráttan um næstu tvö sæti sem gefa meistaradeildarsæti verða svo líklega á milli Chelsea, Man Utd, Arsenal og Tottenham.  Svo eru alltaf einhver lið sem koma á óvart og gera atlögu að þessum liðum.

Við ætlum að vera með þátt á föstudögum þar sem við fáum áhugamann eða konu um enska boltann til að tippa á leiki umferðarinnar gegn Agli Arngrímssyni frá Eyjafréttum.  Nú ríður á vaðið Daníel Geir Moritz.  Daníel hefur lengi verið áhugamaður um boltann og m.a. komið að vefsíðunni fotbolti.net.  Daníel er stuðningsmaður Arsenal og bindur vonir við að liðið komi sterkt til leiks eftir að hafa látið til sín taka á markaðnum í sumar.  Sjálfur mun hann þó verða á Skaganum um helgina þar sem hann fylgist með ÍBV spila gegn Skagamönnum og taka vonandi öll þrjú stigin með sér heim til Eyja.

Spá Egils:
A. Villa – Everton 0-0
Norwich – Chelsea 1-2
Brighton – Southampton 2-0
Man utd. – C. Palace 3-0
Sheff Utd. – Leicester 2-2
Watford – West Ham 1-2
Liverpool – Arsenal 1-2
Bournemouth v Man City 1-4
Tottenham v Newcastle 2-0
Wolves v Burnley 1-1

Spá Daníels:

A. Villa vs. Everton 1-2
Gylfi byrjar markatímabil sitt þarna og Villamenn halda áfram  tapa.

Norwich v Chelsea 1-3
Skítfuglarnir  inn marki og er aldrei  vita nema það verði finnsktAftur á móti  Chelsea menn sínum fyrsta sigri. 

Brighton v Souton 3-0
Brighton verður spútnikliðið í ár og Guffi mágur mun ekki brosa yfir þessum úrslitum. 

Man Utd v C. Palace 3-0
Harry Maguire skorar sitt fyrsta mark fyrir United og Zaha verður ólíkur sjálfum sér.

Sheff Utd v Leicester 0-2
Maddisson og Vardy munu fara á kostum í þessum leik og klúðra fullt af færum en vinna leikinn.

Watford v West Ham 2-1
Watford verður fyrst til að reka stjórann sinn í vetur en hann fær gálgafrest gegn lánlausum Hömrum. Þetta er þó ekki óskhyggja. 

Liverpool v Arsenal 1-3
Það er komið að breytingum hjá Arsenal í þessum stórleikjum og hefur varnarleikur Liverpool farið titrandi af stað. Pepe skorar sitt fyrsta mark í enska boltanum.

Bournemouth v Man City 1-2
City er ekki með sömu vörn og í fyrra en vinna samt.

Tottenham v Newcastle 4-0
Ætla ekki að eyða mörgum orðum í Tottenham en Newcastle er með lélegasta stjóra deildarinnar og tapar örugglega.

Wolves v Burnley 4-0
Burnley lendir á vegg og Jota mun algerlega fara kostum.