Nú rétt í þessu sendi Herjólfur frá sér tilkynningu um að siglt yrði í Þorlákshöfn.  Ölduhæð í Landeyjahöfn er nú 2,6m og er vaxandi.

Tilkynning Herjólfs.
Farþegar athugið 25.08.2019

Ófært er orðið til Landeyjahafnar og því siglir gamli Herjólfur til Þorlákshafnar frá Vestmannaeyjum kl. 15:30 og frá Þorlákshöfn kl 19:15. Þeir farþegar sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 , færast sjálfkrafa í ferðina kl. 15:30 til Þorlákshafnar. Þeir farþegar sem áttu bókað frá Landeyjahöfn kl. 18:15, færast sjálfkrafa í ferðina kl. 19:15 frá Þorlákshöfn.

Þeir farþegar sem áttu bókað í aðrar ferðir, þurfa að hafa samband við afgreiðslu í síma 481-2800 til þess að færa sig í næstu lausu ferð, eða fá endurgreitt.