Leik ÍBV og HK/​Vík­ings í Pepsi Max-deild kvenna í fót­bolta hef­ur verið frestað vegna veðurs. Leik­ur­inn átti að fara fram kl. 14 í dag í Vest­manna­eyj­um.

Gul viðvör­un er á Suður­landi og spáð miklu roki og rign­ingu. Ein­ar Guðna­son, yfirþjálf­ari hjá Vík­ingi, staðfesti á Twitter í dag að lið HK/​Vík­ing hafi verið komið fram­hjá Sel­fossi þegar frétt­ir af frest­un­inni bár­ust.

Ekki hef­ur verið staðfest­ur nýr leiktími, en leik­ur­inn er afar mik­il­væg­ur í fall­bar­átt­unni enda HK/​Vík­ing­ur með sjö stig í neðsta sæti og ÍBV í átt­unda sæti með tólf stig.

Mbl.is greindi frá.