Launað starfsnám kennaranema

Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag um aðgerðir til að fjölga réttindakennurum í leik- og grunnskóla. Þetta kom fram á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar síðast liðinn miðvikudag.

Í Vestmannaeyjum er staða réttindakennara við grunnskólann í góðum málum en í leikskólum bæjarins er hlutfall réttindakennara enn lágt eða 30-35%. Eitt af aðgerðum til að fjölga réttindakennurum er að taka við starfsnámsnema/nemum og að sveitarfélagið kosti leiðsagnarkennara á hærri launum til að sinna þeim.
Á fundinum óskaði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs eftir heimild fræðsluráðs til að grípa til þessara aðgerða. „Það er mat framkvæmdastjóra og fræðslufulltrúa að með því að taka inn starfsnámsnema og heimila leiðsagnarkennara mun það hafa hvetjandi áhrif á skólastarfið og efla faglegt starf. Skólaskrifstofa mun hafa umsjón með verkefninu í samráði við skólastjórnendur og sjá til að kostnaður rúmist innan fjárheimilda,” segir í fundagerð fræðsluráðs.

Mest lesið