Haraldur Þorsteinn Gunnarsson ráðinn í starf umsjónarmanns fasteigna

Ákveðið hefur verið að ráða Harald Þorstein Gunnarsson í starf umsjónarmanns fasteigna Vestmannaeyjabæjar. Haraldur Þorsteinn er trésmiður og húsasmíðameistari að mennt. Hann hefur langa og farsæla starfsreynslu af eftirliti og viðhaldi fasteigna, framkvæmdum, nýsmíði og alhliða húsumsjón. Hann hefur jafnframt góða þekkingu á að meta hvar þörf er á úrbótum, stærri framkvæmdum og léttu viðhaldi. […]
Bjarni Jónasson gefur út bók – Að duga eða drepast

Bjarni Jónasson hefur víða komið við á lífsleiðinni, sótti sjóinn sem háseti, kokkur, vélstjóri og stýrimaður, rak flugfélag, útvarpsstöð, fór fyrir framboðslista í bæjarstjórnarkosningum og kenndi í mörg ár svo það helsta sé nefnt. Hann er borinn og barnfæddur Eyjamaður, kominn á níræðisaldur og nú bætir hann enn einni rósinni í hnappagatið. Er að gefa […]
Nýr Herjólfur bundinn við bryggju

Margir hafa eflaust furðað sig á því hvers vegna Herjólfur III siglir nú milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan nýja ferjan liggur bundin við bryggju. Aðspurður hafði Guðbjartur Ellert Jónsson þetta að segja: “Þegar við vorum komin í þá stöðu að þurfa að setja gamla undir, vegna þess að höfnin í Þorlákshöfn er ekki klár […]