Afmælisblað BV – Dagskrá í Einarsstofu á laugardaginn 7. september

Athugið breytta dagsetningu

Þann fjórða ágúst á síðasta ári voru 100 ár liðin frá stofnun Björgunarfélags Vestmannaeyja. Þess var minnst með glæsilegri afmælisveislu þann 1. september sl. Í framhaldi af því var ákveðið að gefa út afmælisblað þar sem saga Björgunarfélagsins og Hjálparsveitar skáta Vestmannaeyjum og sameinaðs félags undir nafni BV og merkjum HSV er rakin í máli og myndum.

Af því tilefni verður efnt til dagskrár í Einarsstofu í Safnahúsi laugardaginn 7. september kl. 13.00 þar sem blaðið verður formlega afhent Björgunarfélaginu. Meðal atriða er myndasýning þar sem saga félagsins er rakin auk mynda  frá Hálendisvakt björgunarsveitarinnar núna í ágúst.

Kynnt verður dagskrá sem er verið að undirbúa á vegum Sagnheima, byggðasafns þar sem minnast á komu björgunar- og varðskipsins Þórs til Vestmannaeyja. Þann 26. mars 1920 verða 100 ár fá komu skipsins.  Björgunarfélagið hafði forgöngu um kaupin á Þór sem var mikið gæfuspor og bjargaði mörgum sjómanninum.

Sýndir verða munir sem tengjast Þór og starfi Björgunarfélagsins.

Arnór formaður afhendir Kára Bjarnasyni fundargerðarbækur félagsins til varðveislu auk þess sem þær verða skannaðar.

Heiðursgestir fá afhent fyrstu eintök Afmælisblaðsins sem verður dreift ókeypis í öll hús í bænum.

Fólk er hvatt til að mæta og fagna með Björgunarfélaginu á þessum tímamótum.

Ath. Í Tíglinum í þessari viku er sagt að athöfnin verði á laugardaginn, 31. september en af óviðráðanlegum ástæðum frestast hún um eina viku og verður laugardaginn 7. september.

SKL jól