Í dag kveðjum við Eldri Kylfingar GV kæran vin okkar og félaga Magnús Þórarinsson eða Magga Múrara eins hann var alltaf kallaður hinstu kveðju.

Maggi var ekki bara bæði frábær kylfingur og góður kennari,Maggi var golf í hnotskurn,kurteis sjéntilmaður,gafst aldrei upp og „ alltaf ákveðinn í að gera sitt allra besta,“alltaf“ og góður leiðtogi sem aldrei gafst upp.

Maggi átti stórann þátt í uppbyggingu Eldri Kylfingadeildar GV og það voru þeir vinirnir Stefán Sævar máttarstólparnir í þeirri frábæru deild sem hefur vakið athygli fyrir frábært félagsstarf svo víða og vakið mikla uppbyggingu á félagsstarfi Eldri Kylfinga og án hennar hefði starfsemi GV.verið mun fátæklegri.

Ég kynntist Magga fljótlega eftir að hann flutti hingað til Eyja og vinskapur okkar þróaðist,og þá aðallega fyrir áhuga hans á golfi og framgangi þess innan GV. Og metnaði hans fyrir hönd GV,þessir eiginleikar sem ég fann í honum voru líka mínir og við urðum góðir vinir.

Mér er minnisstætt að fyrir ekki alllöngu aðstoðaði ég Rebekku og Magga við að finna hús til leigu á Spáni,og áttum við saman 7 vikna golffrí,það var sko æft,spilað, æft meira og spilað enn meira,það var spjallað um golf og horft á golf.

Einn daginn á æfingasvæðinu var ég eitthvað áhugalaus við æfingarnar og sló út og suður og allt í einu stendur Maggi fyrir aftan mig og segir ábúðarmikill: Þú ert eins og tómur Jakki á Snaga,það virkar ekki í golfi og gekk burt.Stutt hnitmiðað ekkert kjaftæði,það var Magnús Þórarinsson.

Elsku Rebekka og fjöldskylda ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum og megi sá sem það getur veita ykkur styrk.

Um leið og ég kveð þenna frábæra  Vin og Félaga vill ég þakka honum innilega fyrir hans framlags til Golfsins hér í Eyjum.

Hafðu þökk fyrir allt.
Bergur M Sigmundsson

Útför Magnúsar fer fram í dag, laugardaginn 31. ágúst kl. 14.00 frá Landakirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum.