Úrvinnsla umsókna í stöðu hjúkrunarforstjóra Hraunbúða er lokið og hefur Una Sigríður Ásmundsdóttir verið ráðin í starfið. Una útskrifaðst sem sjúkraliði frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum 2007 og BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2013. Hún hefur unnið sem sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur á HSU og á Hraunbúðum og leyst af sem starfandi hjúkrunarforstjóri Hraunbúða með hléum frá 2017.

Tvær frambærilegar umsóknir bárust í starfið og vill Vestmannaeyjabær koma á framfæri þakklæti fyrir þær.

Um leið og Una Sigríður er boðin velkomin til starfa þakkar Vestmannaeyjabær fráfarandi hjúkrunarforstjóra, Guðrúnu Hlín Bragadóttur fyrir hennar störf og óskar velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.