Pysjueftirlitið setti nýtt heimsmet í pysjuvigtun í dag þegar vigtaðar voru 543 pysjur. Eldra metið er frá 8. september í fyrra þegar vigtaðar voru 532 pysjur.

“Þar af voru 47 óhreinar pysjur sem háfaðar voru upp úr höfninni og þarf að hreinsa.
Í gær voru pysjurnar 451 og því eru Pysjurnar í ár orðnar 3125 talsins.
Við þökkum sjálboðaliðunum sem komu okkur til hjálpar í dag og sömuleiðis öllum sem færðu okkur handklæði o.fl. fyrir óhreinu pysjurnar. Einnig öllum sem komu með pysjur til okkar og tóku þannig þátt í að setja nýtt heimsmet,” segir í tilkynningu á Facebook síðu Sea Life Trust.