Hafrannsóknastofnun og Ríkiskaup undirrituðu í dag samning um útboðsvinnu fyrir nýtt hafrannsóknaskip. Samninginn undirrituðu Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Ragnar Davíðsson sviðsstjóri þjónustu hjá Ríkiskaupum og Sólmundur Már Jónsson sviðstjóri mannauðs og rekstrar hjá Hafrannsóknastofnun voru viðstaddir undirritunina.
Forsaga málsins er sú að á hátíðar­fundi Alþing­is á Þing­völl­um 18. júlí 2018 var samþykkt að ríkið léti 3,5 millj­arða króna renna til hönn­un­ar og smíði nýs haf­rann­sókna­skips. Nýja skipið kem­ur í stað rann­sókna­skips­ins Bjarna Sæ­munds­son­ar RE 030, sem smíðað var árið 1970 og þykir komið mjög til ára sinna. Haf­rann­sókna­stofn­un mun halda áfram að nota Árna Friðriks­son RE 200, sem er mun yngra skip, smíðað árið 2000.