Heimsmetið í lundapysjuvigtun féll í dag þriðja daginn í röð. Í dag bárust 812 pysjur og heildarfjöldi kominn í 5402 lundapysur. Nokkuð ljóst er að það stefnir í met vertíð frá því mælingar hófust árið 2003. Meðalþyngd á pysjunum fer líka hækkandi sem er jákvætt.