Handbolta vertíðin hefst formlega í dag þegar ÍBV strákarnir taka á móti Stjörnunni kl. 16:00 í fyrstu umferð Olísdeildarinnar. ÍBV var á dögunum spáð þriðja sæti í árlegri spá liðanna en Stjörnunni því sjöunda. Stjarnan kemur með mikið breytt lið til keppni frá í fyrra og hefur bætt við sig sterkum leikmönnum þar á meðal markmanninum Stephen Nielsen sem lék með ÍBV um ára bil. Af breytingum hjá ÍBV er það helst að frétta að ÍBV hefur einnig bætt við sig markmanni en mætir að öðru leiti með lítið breytt lið.