Sannfærandi sigur gegn Stjörnunni í fyrsta leik – myndir

Olís-deild karla

Kristján Örn Kristjánsson fór fyrir sóknarleiknum og skoraði 12 mörk, þegar ÍBV tóku á móti Stjörnunni í fyrsta leik Olís-deildar karla í dag.

Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir með 7-2 forystu eftir aðeins 11 mínútna leik. Þar var það góður varnaleikur og markvarsla sem spiluðu góða rullu. Staðan í hálfleik 17-10, ÍBV í vil.

Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu að minnka muninn niður í fjögur mörk. Nær hleyptu Eyjamenn þeim ekki og skiptu um gír og komust aftur í átta marka forskot. Lokatölur 30-24 og sannfærandi sigur ÍBV í fyrstu umferð því staðreynd.

Íþróttamiðstöðin opnunartími

Markaskorarar ÍBV voru:
Kristján Örn Kristjánsson – 12
Hákon Daði Styrmisson – 4
Dagur Arnarsson – 3
Ívar Logi Styrmisson – 2
Gabriel Martínez – 2
Friðrik Hólm Jónsson – 2
Kári Kristján Kristjánsson – 2 / 1
Fannar Friðgeirsson – 1
Elliði Snær Viðarsson – 1
Theódór Sigurbjörnsson – 1

Peter Jokanovic varði 11 skot og Björn Viðar Björnsson 3.

Mest lesið