Ákærður fyr­ir brot gegn vald­stjórn­inni

Mynd: Facebook/Lögreglan í Vestmannaeyjum

Karl­maður á þrítugs­aldri hef­ur verið ákærður fyr­ir brot gegn vald­stjórn­inni með því að hafa í mars á þessu ári stungið göt á hjól­b­arða lög­reglu­bif­reiðar, hótað lög­reglu­mönn­um lík­ams­meiðing­um og líf­láti og fyr­ir að hafa kveikt í tepp­um í fanga­klefa og valdið frek­ari skemmd­um í klef­an­um.

Sam­kvæmt ákæru embætt­is héraðssak­sókn­ara skar maður­inn göt á öll fjög­ur dekk lög­reglu­bif­reiðar sem stóð mann­laus í Vest­manna­eyj­um. Þá hótaði hann ít­rekað sjö lög­reglu­mönn­um sem voru á lög­reglu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um og fjöl­skyld­um þeirra lík­ams­meiðing­um og líf­láti.

Maður­inn lét ekki þar við sitja, en hann er einnig ákærður fyr­ir eigna­spjöll með því að hafa borið eld og kveikt í tveim­ur tepp­um þegar hann var í fanga­klefa á lög­reglu­stöðinni. Þá reif hann upp bólstraðan kodda og tætti hann.

Auk þess að fara fram á að maður­inn verði dæmd­ur fyr­ir brot gegn vald­stjórn­inni fer rík­is­lög­reglu­stjóri fram á að mann­in­um verði gert að greiða embætt­inu bæt­ur upp á um 119 þúsund krón­ur vegna tjóns á hjól­börðum.

mbl.is greindi frá

Jólafylkir 2019

Mest lesið