Þungarokk og þakkarræður í afmæli Framhaldsskólans (Myndir)

Nemendur og Starfsfólk Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum hélt í dag uppá 40 ára afmæli stofnunarinnar með formlegri dagskrá í sal skólans. Daníel Scheving færði Helgu Kristínu skólameistara FIV blómvönd að þessu tilefni fyrir hönd nemendafélagsins auk þess sem hann sá um að kynna dagskrána.

Frosti Gíslason færði skólanum fyrir hönd Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að gjöf aðgang að öllu Rb-safninu til næstu 5 ára. Gagnagrunnurinn inniheldur tæknilegar upplýsingar sem nýttar hafa verið til viðmiðunar um viðhald og gerð mannvirkja og nýtist nemendum og kennurum vel. Frosti kom einni á framfæri þakklæti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fyrir frábært samstarf við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og fagnaði aukinni áherslu á skapandi verk- og tækninám.

Baldvin Kristjánsson var heiðraður fyrir 40 ára starf við skólann, Baldvin er eini kennarinn sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Lóa Baldvinsdóttir flutti skemmtileg þakkarorð fyrir hönd fyrrverandi nemenda og rifjaði upp skólabraginn í kringum aldamótin.

Uppbyggingasjóður 2020

Dagskránni var svo lokað með þremur tónlistaratriðum frá fyrrverandi og núverandir nemendum. Hulda Helgadóttir flutti tvö lög áður en Júníus Meyvant steig á stokk en það voru strákarnir í Þungarokkssveitinni Merkúr sem lokuðu formlegri dagskrá með líflegri framkomu. Gestum var svo boðið upp á veitingar og að skoða skólann og fræðast um starfið og ræða við nemendur og starfsfólk.

Mest lesið