Kvennalið ÍBV skrefi nær öruggu sæti í efstu deild

Í kvöld vann kvennalið ÍBV í knattspyrnu sameiginlegt lið HK/Víkings, 3-1. Emma Rose Kelly skoraði eitt mark fyrir ÍBV og Brenna Lovera tvö. Clara Sigurðardóttir átti stórgóðan leik fyrir ÍBV, skapaði oft mikla hættu og gaf tvær stoðsendingar sem gáfu mark.
Með sigrinum fór ÍBV langleiðina með að tryggja sæti sitt í efstu deild á næsta ári. Tvær umferðir eru eftir af mótinu. Á sunnudaginn er síðasti heimaleikur liðsins þegar Fylkisstúlkur koma í heimsókn á Hásteinsvöll og lokaleikurinn fer svo fram laugardaginn 21. september þegar ÍBV heimsækir Selfyssinga.

Jólafylkir 2019

Mest lesið