Andri Ólafsson tekur við kvennaliði ÍBV í fótbolta

 

Það var hífandi rok á Hásteinsvelli í dag þegar kvennalið ÍBV gulltryggði sæti sitt í PepsiMax deildinni að ári með því að leggja að velli Fylki, 2-0. Mörk ÍBV skoruðu þær Brenna Lovera og Sigríður Lára Garðarsdóttir. Einn leikur er eftir af tímabilinu, en liðið mun ljúka mótinu á Selfossi um næstu helgi.

Jón Ólafur Daníelsson mun þá stýra liðinu í síðasta sinn, a.m.k. í bili en Andri Ólafsson verður þjálfari liðsins á næsta tímabili.

Mest lesið