Að morgni síðastliðins sunnudags stöðvaði lögreglan akstur karlmanns um þrítugt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Við leit á honum og í bifreið hans fundust ætluð fíkniefni og í framhaldi af því var farið til húsleitar í húsi þar sem hann hafði dvalið og haldlagði lögregla, eftir leit, um 50 gr. af hvítu efni auk nokkurra skammta af LSD. Þá fundust einnig áhöld til neyslu fíkniefna við leitina.  Tveir menn um þrítugt sem voru þar fyrir voru auk þess handteknir.  Að skýrslutökum loknum voru mennirnir frjálsir ferða sinna. Málið telst að mestu upplýst.

Lögreglan fékk nokkrar tilkynningar um fok í því óveðri sem gekk yfir landið um helgina, m.a. var tilkynnt um fiskikör að fjúka við Fiskiðjuna.  Þá fauk landgangur við Herjólf á tvær bifreiðar þannig að þær skemmdust.  Einnig var tilkynnt um trampólín væri að fjúka, fótboltamark við Hamarsskóla fór af stað í veðrinu og þá var tilkynnt  um harðbotna tuðru sem fauk við smábátabryggjuna og lenti á annari tuðru án þessað tjón hlytist af.