Ferðalagið gengur vel hjá Herjólfi – myndir

Mynd: Hilmar Snorrason

Herjólfur hin nýji yfirgaf Eyjar með miklum darraðardansi við krappa lægð nú í vikunni. Þar gaf sig spil sem átti að halda skipinu við bryggju. „Það voru hér upp und­ir 40 metr­ar í höfn­inni en þetta var ekk­ert stór­mál. Það þurfti bara að stökkva um borð, leysa ferj­una og færa hana. Sem við gerðum,“ seg­ir Guðbjart­ur Ellert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, í sam­tali við mbl.is. „Hún hafði bankast aðeins þarna utan í en það var nú ekki að sjá að það væru nein­ar skemmd­ir.“

Í gær hafði Herjólfur viðkomu í Hafnafjarðarhöfn þar sem fram fór Björgunaræfing.  „Haldin var rýmingaræfing sem og æfingin skipið yfirgefið,“ segir Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla Sjómanna á Facebook síðu sinni þar sem hann birti eftirfarandi myndir.

chevron-right chevron-left

Í þessum orðum skrifuðum er Herjólfur á siglingu við Ísafjarðardjúp á leið sinni á Akureyri. Þar er gert ráð fyrir að skipið verði allt að átta daga á þurru. „Það á að fara yfir uggana framleiðandinn gerir það, skiptir um þéttingar og fóðringar. Það þarf að stilla, laga og yfirfara ýmsa hluti og verður sú vinna í höndum framleiðenda búnaðarins,“ sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir á dögunum.

Aðalbókari

Herjólfur III siglir nú í Landeyjahöfn sjö ferðir á dag þar til annað er tilkynnt segir á Facebooksíðu Herjólfs. Ölduspáin er upp og ofan næstu daga og er því rétt fyrir þá sem verða á farandsfæti næstu daga að fylgjast vel með hvert siglt er.

04 – uppbyggingasjóður

Mest lesið