Framkvæmda- og hafnarráð fundaði seinnipartinn í gær þar sem til umræðu voru meðal annars viðgerðir á Friðarhafnarkanti í fundargerð ráðsins kemur fram að tilboð frá Köfunarþjónustunni vegna viðgerða á stálþili á Friðarhafnarkanti sé uppá heildarkostnað 40 milljónir króna.
„Ljóst er að viðhaldsfé sem áætlað er í fjárhagsáætlun ársins 2019 nægir ekki til að ljúka þessu verki. Nauðsynlegt er að óska eftir aukafjárveitingu til bæjarráðs.“ Segir í fundarggerðinni.
Niðurstaða ráðsins er eftirfarandi
„Ráðið samþykkir að fara í viðgerðir á stálþili á Friðarhafnarkanti. Einnig samþykkir ráðið að óska eftir því við bæjarráð að veitt verði viðbótarfjárveiting að upphæð 40 milljónir króna til þessa verks. Fjármagn sé tekið af eigin fé Hafnarsjóðs.“