Lundasumarið 2019
Lundaballið er um helgina og því rétt að gera upp lundasumarið 2019. Þegar þetta er skrifað er pysjufjöldinn hjá Pysjueftirlitinu að detta í 8000, sem þýðir að miðað við alla þá sem ég hef séð fara með Herjólfi að morgni til með fulla kassa af pysjum án þess að fara með í vigtun, að heildartalan […]
Ömurleg aðkoma í kirkjugarðinum

Það var heldur betur ömurlega aðkoma sem mætti gestum í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum í dag. Einn eða fleiri aðilar hafa gengið um garðinn og valdið skemmdum á fjölda leiða. „Þetta er ömurlegt og tók mikið á mig að koma að þessu svona“, sagði aðstandandi við Eyjafréttir. Brotnar hafa verið lugtir á fjölda leiða en einnig […]
Herjólfur settur niður á morgun

Herjólfur verður settur niður á morgun eftir átta daga á þurru í Slippnum á Akureyri. Áætlað er að sigla honum til Reykjavíkur á mánudag og hann verði kominn þangað á þriðjudag. Þar verður m.a. björgunarbátar settir um borð. Síðan verður siglt til Eyja að því loknu. „Slipptakan hefur gengið vel og búið að gera við […]
Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna fjárhagsáætlunargerðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2020?” Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. […]
Daníel Ingi að gera það gott í Ameríku

Daníel Ingi Sigurjónsson stóð uppi sem sigurvegar í sínu öðru móti fyrir Rocky Mountain háskólan. Daníel sem er á fyrsta ári í háskólanum var í öðru sæti fyrir lokadaginn. Á meðan liðsfélagar hans gáfu eftir spilaði hann öruggt golf og kom í hús á pari vallarins. Mótið endaði Daníel á einu höggi undir pari sem […]
Kynna Kýpur fyrir Eyjamönnum

Óskar Axel Óskarsson kynnir ásamt unnustu sinni Jónu Dóru tækifæri á Norður Kýpur bæði leigueignir og fasteignir til sölu. Kynningarnar fara fram á Tanganum 2. hæð laugardaginn, 28. september. Óskar er nafni og barnabarn Axel Ó skókaupmanns sem rak um árabil skóverslunina Axel Ó ásamt eiginkonu sinni Döddu (Sigurbjörgu Axelsdóttur). Áhugasamir eru hvattir til þess […]
Búið að vigta rúmlega 7700 pysjur

Vigtaðar lundapysjur hjá pysjueftirlitinu eru eftir daginn í gær orðnar 7703 talsins en í gæru bárust átta pysjur í vigtun og fimm daginn þar á undan þannig að ljóst er að þessi metvertíð er senn á enda. (meira…)