Daníel Ingi Sigurjónsson stóð uppi sem sigurvegar í sínu öðru móti fyrir Rocky Mountain háskólan. Daníel sem er á fyrsta ári í háskólanum var í öðru sæti fyrir lokadaginn. Á meðan liðsfélagar hans gáfu eftir spilaði hann öruggt golf og kom í hús á pari vallarins. Mótið endaði Daníel á einu höggi undir pari sem dugði honum til þriggja högga sigurs.

Einnig vann Rocky Mountain háskólinn liðakeppnina með Daníel Inga innanborðs.

Frábær árangur hjá Daníel Inga. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með þessum efnilega kylfing á komandi mótum.

Daníel Ingi er fyrsti meðlimur GV sem fer í háskóla í Ameríku og er hann frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur klúbbsins.

kemur fram á facebook síðu GV