Herjólfur verður settur niður á morgun eftir átta daga á þurru í Slippnum á Akureyri. Áætlað er að sigla honum til Reykjavíkur á mánudag og hann verði kominn þangað á þriðjudag. Þar verður m.a. björgunarbátar settir um borð. Síðan verður siglt til Eyja að því loknu. „Slipptakan hefur gengið vel og búið að gera við uggana og betrumbæta pakkningarnar, auka þær til að koma fyrir þennan leka sem var að angra okkur,“ Sagði G. Pétur Matthíasson Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjafréttir.

Herjólfur kemur því til með að liggja bundinn við bryggju á Akureyri næstu fimm daga. Hvað er það sem er eftir að gera um borð?

„Það var einfaldlega bið eftir dokkinni og við verðum settir niður um leið og það verður mögulegt. Það hefur farið mikill tími í að laga og bæta ýmsa hluti sem er ekki lokið. Vinnu við nýjan starfsmanna landgang líkur vonandi á laugardag, það var framkvæmd sem var ákveðið að klára ekki úti í Póllandi heldur að fara í hér heima og þótti tilvalið að nota Slippin til þess. Þegar því er lokið þá fer að styttast í þessu, Sagði Gísli Valur Gíslason, skipstjóri á Herjólfi.