Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri flug­valla­sviðs Isa­via, segist í samtali við mbl.is í dag ekki kannast við það að Isavia hafi látið grafa í leyfisleysi „Þetta kann­ast ég ekki við. Það get­ur vel verið að það hafi verið gerð ein­hver prufustaðsetn­ing. Ég veit það ekki. Þetta er eitt­hvað sem ég þekki ekki en ef það er eitt­hvað sem þarf að ganga frá þá mun­um við ganga frá því. Við mun­um ekki skilja eft­ir nein lýti eða neitt þess hátt­ar,“ seg­ir Sigrún.

Vestmannaeyjabær átt í reglulegum samskipti við ISAVIA

„Þeir hafa verið upplýstir reglulega um stöðuna og við höfum bæði verið í formlegum og óformlegum samskiptum við þá, þetta mál hefur tekið of langan tíma að okkar mati. Þeir fá fyrst leyfi í október 2018 eftir að fyrri holan er grafin. Við höfum bæði sent þeim bréf og fundað með fulltrúum frá ISAVIA um málið og komið athugasemdum okkar á framfæri,” segir Sigurður Smári Benónýsson byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar.

Staðsetning bæjarins óásættanleg

„Okk­ar aðal­mál er að þessi stöð sé staðsett þannig að það sé hægt að þjón­usta hana. Sú staðsetn­ing sem Vest­manna­eyja­bær hef­ur lagt til er í mjög mik­illi brekku. Þarna þarf að fara upp með var­araf­geyma og annað sem eru 20-30 kíló og það er ekki hægt að leggja það á starfs­menn að fara að at­hafna sig í þess­um halla,“ seg­ir Sigrún.

„Vanda­málið er að þetta er ekki bara ein­skipt­is aðgerð, það þarf að þjón­usta hana næstu árin og það er það sem við erum að tryggja, að ör­yggi starfs­manna sem þjón­usta stöðina sé haft í fyr­ir­rúmi. Þess vegna þurf­um við að velja stað í sam­ráði við bæ­inn og Björg­un­ar­fé­lag Vest­manna­ey­inga um það hvar sé hægt að finna stað sem þjón­ar báðum hags­mun­um. Sé ör­uggt að vinna við, sé ör­uggt að setja upp og sé ör­uggt að viðhalda,” segir Sigrún.

Kostnaður engin fyrirstaða

Af orðræðu bæjarfulltrúa I umræðu um málið á síðasta fundi bæjarstjórnar má leiða að því líkum að ISAVIA hafi sett fyrir sig mikinn kostnað við lagningu nýs rafmagnskapals. Samkvæmt ummælum Sigrúnar í viðtali við Morgunblaðið virðist það þó ekki vera ákvörðunarþáttur fyrir ISAVIA í málinu en hún segir:„Kostnaður­inn skipt­ir engu máli í þessu sam­bandi. Það eina sem við erum að hugsa um er að þetta virki og þarna sé ör­uggt að at­hafna sig í framtíðinni.“

Hætt við að skilji eftir rofabarð

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin á toppi Heimakletts í dag og ljóst er ef ekkert verður að gert fyrir veturinn eru allar líkur á því að sárið blási upp og myndi rofabarð á toppi Heimakletts.