Besta lundaball ársins – myndir

Hið árlega Lundaball fór fram í Höllinni á laugardaginn. Ballið sem er árshátíð bjargveiðimanna, var í höndum Bjarnareyinga að þessu sinni og þótti það hafa heppnast vel.  Tæplega 400 manns fylltu Höllina á mat og skemmtun. Auk skemmtilegara myndbanda frá Bjarnareyingum hélt Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, skemmtilega tölu og Elvis Presley mætti á svæðið. Hinir ungu Hatarar tóku lagið, Jarl Sigurgeirsson flutti söng hverrar eyju og miðnætursúpan var á sínum stað. Óvænt atriði var svo með skenkað var súpu þegar Gary Martin var afhentur gullskór KSÍ sem markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.

Að lokinni skemmtidagskrá var Brandsmönnum svo afhentur lundahausinn en handahafi hans hefur umsjá með Lundaballinu. Hljómsveitin Brimnes skemmti svo fram eftir nóttu og þótti standa sig með stakri prýði.

Óskar Pétur stóð sig ekki síður vel og smellti af þessum myndum:

SeaLifeTrust
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið