Kristófer Tjörvi bætti vallarmet af gulum teigum

Kristófer Tjörvi Einarsson

Kristófer Tjörvi Einarsson 19 ára kylfingur bætti á dögunum vallarmet Golfklúbbs Vestmannaeyja er hann spilaði á 62 höggum af gulum teigum. Á hringnum fékk Kristófer 9 pör, 1 skolla, 7 fugla og 1 örn. Hann bætir þar með 13 ára gamalt vallarmet Örlygs Helga um eitt högg. Óskum við Kristófer til hamingju með áfangann.

Frá þessu var greint á facebook síðu GV

SeaLifeTrust
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið