Féló í hvíta húsið

Á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs sem fór fram í gær var lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs þar sem lagt er til flutningur á félagsmiðstöð unglinga og endurbætur á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs.

Niðurstaða ráðisins var eftirfarandi:

Fjölskyldu- og tómstundaráð leggur til að tillaga framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs með flutning á félagsmiðstöð unglinga frá Rauðagerði að Strandvegi 50 auk þess sem að endurbætur verði gerðar á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs á Rauðagerði verði samþykkt. Aðstaðan að Strandvegi 50 er heppileg fyrir félagsmiðstöð, rýmið rúmgott og staðsetning góð. Einnig er gott aðgengi fyrir fatlaða. Breytingar á flutningi félagsmiðstöðvarinnar , sem og kostnaður við endurbætur á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs á Rauðagerði rúmast innan fjárhagsáætlunar þessa árs.

Aðalbókari
04 – uppbyggingasjóður

Mest lesið