Framkvæmdir við FES

Þeir sem hafa ekið austur Strandveg hafa orðið varir við framkvæmdir vestan við mjölgeymslu Ísfélagsins við FES. Þarna eru á ferðinni Steina og Olla menn á vegum Ísfélagsins að reisa vegg til að afmarka ný lóðamörk fyrirtækisins. „Við erum að afmarka lóðina okkar svo bærinn geti lokið við bílastæðin. Veggurinn er reistur þannig að hann geti borið hús, þó ekkert þannig sé í kortunum,“ sagði Páll Scheving Verksmiðjustjóri í FES.

Mest lesið