ÍBV og Afturelding mætast í kvöld í Vestmannaeyjum í 6. umferð Olís deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 18:30. Mosfellingar koma með flugi til Vestmannaeyja seinnipartinn en ágætis útlit er fyrir flug þrátt fyrir hvassa austan átt. Liðin sitja jöfn í 3.-4. sæti með átta stig eftir fimm umferðir. Það má því búast við hörku leik í kvöld.