Sigurður Ingi Jóhannsson kynnt á opnum morgunfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í morgun drög að endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Þar kynnti Sigurður meðal annars nýja heildarstefnu í almenningssamgöngum milli byggða á Íslandi. Almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild og boðið verði uppá eitt leiðarkerfi fyrir allt landið með bættu aðgengi. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða á Íslandi og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og hagkvæmari umferð um allt land á samkeppnishæfan máta.

Skoska leiðin á næsta ári

Sigurður Ingi boðaði einnig á fundinum að skoska leiðin í flugi kæmi til framkvæmda fyrir lok árs 2020. Það kemur til með að hafa mikil áhrif á flugfargjöld fyrir fólk á landsbyggðinni.

Ekkert kom fram á fundinum um framkvæmdir í Landeyjhöfn eða henni tengdar.